Karl Jónsson, bóndi á Bjargi í Hrunamannahreppi, hefur ekki miklar áhyggjur af flóðunum á Suðurlandi en Bjarg er næsti bær við Auðsholt sem hefur lokast af vegna vatnavaxtanna. Karl segir að enginn klaki eða krap sé í vatninu sem muni miklu og að flóðin beri á túnin fyrir sig.
Hann segir flóðin nú ekki vera í líkingu við það sem gerðist árið 2006 þegar hægt var að setja báta á flot og sigla um jörðina.