„Þorskurinn til vandræða“

Þerney RE-101.
Þerney RE-101. Af vef HB Granda

„Þetta er búið að vera ágætt hjá okk­ur. Við hóf­um veiðiferðina á að reyna við ýsu­veiðar fyr­ir aust­an en líkt og oft­ast áður var þorsk­ur­inn til vand­ræða.“

Þetta seg­ir Krist­inn Gests­son, skip­stjóri á Þer­ney RE á heimasíðu HB Granda, en skipið hef­ur verið að veiðum í hálf­an mánuð og lönd­un er fyr­ir­huguð um miðjan næsta mánuð. Að sögn Krist­ins gengu ýsu­veiðarn­ar fyr­ir aust­an nokkuð vel en auk ýs­unn­ar var afl­inn þorsk­ur og gulllax.

„Núna erum við að veiðum við SV land og hér er gull­karfa­vertíðin að bresta á. Ufsa­veiðin er hins veg­ar minni en við hefðum kosið. En svona er ufs­inn. Hann mæt­ir þegar hon­um sýn­ist.

Loðnan var geng­in hjá og yfir dag­inn var hægt að fá þokka­lega ýsu­veiði en að næt­ur­lagi var mun meira um þorsk í afl­an­um. Við færðum okk­ur síðar hingað vest­ur eft­ir og erum nú að veiðum á út af Reykja­nesi. Gull­karfa­vertíðin hefst venju­lega í lok fe­brú­ar eða byrj­un mars og ég get ekki kvartað yfir afla­brögðunum,“ seg­ir Krist­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert