Vilja samning fyrir páska

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/Skapti

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri gera kröfu um stofn­ana­samn­ing sem er sam­bæri­leg­ur þeim sem gerður var við hjúkr­un­ar­fræðinga á Land­spít­al­an­um. Á fundi hjúkr­un­ar­fræðing­anna í dag komu fram ósk­ir al­mennra fé­lags­manna um að samn­inga­gerð yrði lokið fyr­ir páska.

„Við ger­um kröfu um sam­bæri­leg­an stofn­ana­samn­ing og hjúkr­un­ar­fræðing­ar á Land­spít­al­an­um fengu, að við fáum sam­bæri­leg­ar hækk­an­ir. Á fund­in­um kom fram ósk um að samn­inga­gerð verði lokið fyr­ir páska,“ seg­ir Þóra Ester Braga­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, en hún á jafn­framt sæti í stofn­ana­samn­inga­nefnd Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga.

Á fund­in­um í dag voru kynnt­ar kröf­ur um nýj­an stofn­ana­samn­ing sem samn­inga­nefnd lagði fyr­ir stjórn­end­ur sjúkra­húss­ins.

Samn­inga­fund­ur í næstu viku

Þóra Ester seg­ir að samn­ing­ar hjúkr­un­ar­fræðing­anna á Ak­ur­eyri og á Land­spít­al­an­um séu ekki þeir sömu og því sé ekki hægt að fara fram á ná­kvæm­lega sama samn­ing­inn. „Við erum að tala um sam­bæri­leg­ar hækk­an­ir í pró­sent­um talið eða að sam­bæri­leg­ur pen­ing­ur verði lagður í okk­ar samn­ing og þenn­an fyr­ir sunn­an.“

Hún seg­ist hafa fundið fyr­ir ein­hug á fund­in­um og að fund­ar­menn hefðu tekið vel í þær til­lög­ur samn­inga­nefnd­ar­inn­ar sem þar voru lagðar fram.

„Núna er vinna í gangi við að skoða mál­in og við reikn­um með form­leg­um samn­inga­fundi með stjórn­end­um sjúkra­húss­ins fljót­lega í næstu viku.“

Um 160 hjúkr­un­ar­fræðing­ar í 120 stöðugild­um starfa við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, að sögn Þóru Ester­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert