Eiginnöfnin Kraki, Járngrímur, Minerva, Úlfey, Ófelía, Hanney og Bobba eiga það sameiginlegt að hafa hlotið blessun mannanafnanefndar fyrr í þessum mánuði og hafa nöfnin verið færð á mannanafnaskrá.
Í úrskurði nefndarinnar frá 7. febrúar sl. segir að karlkynsnöfnin Kraki og Járngrímur taki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfylli ákvæði laga um mannanöfn.
Sömu sögu er að segja um kvenkynsnöfnin Minvervu, Úlfeyju, Ófelíu, Hanneyju og Bobbu.
Engu nafni var hafnað að þessu sinni.