Ræddi hagkerfi hreinnar orku hjá OECD

Ólafur Ragnar með forsvarsmönnum OECD í París í dag.
Ólafur Ragnar með forsvarsmönnum OECD í París í dag. mbl.is/RAX

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, flutti í morg­un ræðu um hag­kerfi hreinn­ar orku,
sjálf­bærni og glímu Íslands við efna­hagskrepp­una á fundi með sendi­herr­um aðild­ar­ríkja OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, í Par­ís.

Á und­an átti Ólaf­ur Ragn­ar fund með Ang­el Gur­ría, fram­kvæmda­stjóra OECD, og nokkr­um æðstu emb­ætt­is­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar. Að lok­inni ræðu for­seta tóku ýms­ir sendi­herr­ar til máls sem og full­trúi Alþjóða orku­stofn­un­ar­inn­ar. Í kjöl­farið svaraði for­seti fjölda fyr­ir­spurna.

Þá ræddi Ólaf­ur Ragn­ar í há­deg­inu við aðal­frétta­mann Evr­ópuþátt­ar  alþjóðlegu sjón­varps­stöðvar­inn­ar France 24 og verður viðtalið sýnt í næstu viku. Þar var rætt um lær­dóm­ana af glímu Íslands við efna­hagskrepp­una, niður­stöðu Ices­a­ve máls­ins, mak­ríl­deil­una og Evr­ópu­sam­bandið.

Ræðu for­seta má nálg­ast á heimasíðu embætt­is­ins, for­seti.is. Þar og á heimasíðu OECD  eru mynd­ir úr heim­sókn Ólafs Ragn­ars hjá OECD.

Ólafur Ragnar flytur erindi sitt hjá OECD.
Ólaf­ur Ragn­ar flyt­ur er­indi sitt hjá OECD. mbl.is/​OECD
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert