Skemmdir á veginum undir Súðavíkurhlíð

Vegurinn undir Súðavíkurhlíð er mjög illa farinn.
Vegurinn undir Súðavíkurhlíð er mjög illa farinn. Ljósmynd/Þórður Sigurðsson

„Það er ljóst að þetta getur ekki verið svona næsta vetur. Það verður að gera varanlega við veginn í sumar,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði um skemmdir á veginum undir Súðavíkurhlíð.

Eins og þessar myndir bera með sér eru miklar skemmdir á slitlagi vegarins. Einn viðmælandi mbl.is sagðist vita til þess að bílar hafi rifið dekk og skemmt felgur eftir að hafa ekið um veginn. Eins hafi orðið lakkskemmdir á bílum.

„Vegirnir undir Súðavíkurhlíð og í Seyðisfirði eru verstu kaflarnir á leiðinni Reykjavík-Ísafjörður,  en að öðru leyti er vegurinn gríðarlega flottur,“ segir Daníel.

Vegurinn undir Súðavíkurhlíð er orðinn um 30 ára gamall. Daníel segir nauðsynlegt að gera strax við skemmdir á slitlaginu til bráðabirgða, en hann segist treysta því að Vegagerðin muni síðan gera við veginn þannig að það skapist ekki sama ástand næsta vetur.

Slitlagið undir Súðavíkurhlíð er illa farið.
Slitlagið undir Súðavíkurhlíð er illa farið. Ljósmynd/Þórður Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert