Almennir læknar segja upp á Landspítala

20 almennir læknar á Landspítalanum, þar af allir deildarlæknar sem …
20 almennir læknar á Landspítalanum, þar af allir deildarlæknar sem eru í sérnámi á kvenlækningasviði sjúkrahússins, sögðu upp störfum sínum í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir

20 al­menn­ir lækn­ar á Land­spít­al­an­um, þar af all­ir deild­ar­lækn­ar sem eru í sér­námi á kven­lækn­inga­sviði sjúkra­húss­ins, sögðu upp störf­um sín­um í dag. Ekki er úti­lokað að fleiri bæt­ist í hóp­inn. Upp­sagn­irn­ar taka gildi þann 1. apríl.

Um 100 al­menn­ir lækn­ar starfa á Land­spít­al­an­um.

„Þetta er ekki óskastaða fyr­ir neinn,“ seg­ir Ómar Sig­ur­vin Gunn­ars­son, formaður Fé­lags al­mennra lækna. 

Hann seg­ir að um sé að ræða lækna á lyflækn­inga-, kvenna- og barna­sviði. Flest­ir al­menn­ir lækn­ar á Land­spít­al­an­um séu ráðnir tíma­bundið, til eins árs í einu og því sé upp­sagn­ar­frest­ur þeirra einn mánuður.

Hafa dreg­ist aft­ur úr í launaþróun

„Þetta er langvar­andi þreyta í fólki. Ég og marg­ir fleiri hafa bent á það í mörg ár, allt frá því að könn­un var gerð árið 2010 sem sýndi að al­menn­ir lækn­ar eru ein af óánægðustu stétt­um sjúkra­húss­ins. Við höf­um reynt að fá fram ýms­ar breyt­ing­ar, en það hef­ur hvorki verið hlustað á okk­ur né verið vilji til að grípa til ráðstaf­ana,“ seg­ir Ómar.

Hann seg­ir al­menna lækna hafa dreg­ist aft­ur úr öðrum há­skóla­menntuðum starfs­mönn­um rík­is­ins í launaþróun, en laun þeirra hafi hækkað um 8,4 - 8,7% frá ár­inu 2007. „Það er eng­an veg­inn í takt við aðrar stétt­ir. Ekki bæt­ir það ástandið að aðrar heil­brigðis­stétt­ir hafa fengið kjara­bæt­ur vegna mik­ils álags í starfi. Okk­ur hef­ur ekki boðist neitt slíkt.“ Hvaða stétt­ir áttu við? „Til dæm­is hjúkr­un­ar­fræðinga.“

Hafið þið farið fram á slík­ar kjara­bæt­ur? „Já, í gegn­um tíðina. En við erum í dá­lítið ann­arri stöðu en t.d. hjúkr­un­ar­fræðing­ar. Við erum ekki með stofn­ana­samn­inga og fáum því greitt sam­kvæmt lág­marks­samn­ingi. Það hef­ur verið talað um að ekki sé svig­rúm til auka­greiðslna.“

Á okk­ar radd­ir hef­ur ekki verið hlustað

Er þetta full­reynt? „Já, við höf­um ekki náð eyr­um stjórn­enda spít­al­ans. Við höf­um bar­ist fyr­ir ýms­um úr­bót­um sem miða að því að bæta vinnuaðstæður, draga úr álagi og bæta þjón­ustu spít­al­ans og ör­yggi sjúk­linga. En á okk­ar radd­ir hef­ur ekki verið hlustað í mjög lang­an tíma.“

Ómar seg­ist þekkja dæmi þess að kjara­samn­ing­ar al­mennra lækna séu brotn­ir á Land­spít­al­an­um. „Það er fólk auðvitað mjög óánægt með. Til dæm­is eru dæmi þess að yf­ir­vinna sé ekki greidd, þó að fólk vinni sann­ar­lega yf­ir­vinnu sem er nauðsyn­leg til að ljúka verk­efn­um.“

Hef­ur heyrt af því að fleiri íhugi upp­sagn­ir

Veistu til þess að fleiri en þess­ir 20 sem þegar hafa sagt upp, séu að íhuga upp­sögn? „Ég hef heyrt af því. Ég get ekki staðfest það.“

Hvaða áhrif myndu upp­sagn­irn­ar hafa á starf­semi Land­spít­al­ans, komi þær til fram­kvæmda? „Þær myndu hafa gríðarlega al­var­leg­ar af­leiðing­ar. Það er eng­inn mann­skap­ur upp á að hlaupa og eng­inn er í aðstöðu til að bæta við sig vinnu. Al­menn­ir lækn­ar eru að vinna á öll­um deild­um spít­al­ans, á öll­um vökt­um. Við erum að manna vakt­ir, manna deild­ir, aðstoða í aðgerðum og fram­kvæma þær. Ég held að þetta gæti haft gríðarlega al­var­leg áhrif á starf­semi spít­al­ans í heild.“

„Þetta er fólk sem hef­ur metnað fyr­ir vinn­unni sinni, skila góðu starfi og hugsa vel um sína sjúk­linga. En það tel­ur sig ekki fá laun miðað við mennt­un og álag í starfi. Það er óánægt með þá aðstöðu sem því er búin til að vinna starfið. En það virðist ekki vera hægt að ná eyr­um stjórn­enda.“ 

Frá Landspítalanum.
Frá Land­spít­al­an­um. Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert