Allt orðið iðjagrænt

Túnin á Skíðbakka í Austur-Landeyjum minna óneitanlega á vorið.
Túnin á Skíðbakka í Austur-Landeyjum minna óneitanlega á vorið.

„Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að vera glaður eða hryggur,“ segir Elvar Eyvindsson, bóndi á bænum Skíðbakka 2 í Austur-Landeyjum. Túnin umhverfis bæinn eru orðin iðjagræn og gras farið að spretta.

Síðastliðin ár hafa Elvar og fleiri bændur í sveitinni verið að prófa sig áfram með nýja grastegund, rýgresi. Það er jafnan grænna yfir veturinn en aðrar grastegundir. Þó er óvenjulegt að það sé farið að vaxa svona snemma.

Elvar segir veturinn hafa verið vægast sagt undarlegan og á þar við hlýindin. Hann vonar að vetrarsprettan komi ekki niður á uppskerunni næsta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert