Ríkisstjórnin að falla á tíma með nokkur lykilfrumvörp

Óafgreidd frumvörp á Alþingi.
Óafgreidd frumvörp á Alþingi.

„Ég hef engin áform um það. Ég hef ítrekað að áform mín séu að halda starfsáætlun. Síðan verðum við að sjá til hvernig það gengur,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, aðspurð hvort fram hafi komið óskir um aukadaga á Alþingi til að tími og ráðrúm gefist til að afgreiða þingfrumvörp.

Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd um framhaldið á Alþingi. Síðdegis í gær hafi engar frekari viðræður verið boðaðar fyrir helgi en auðvitað ræði fólk saman um framhaldið.

Spurð hvort ekki sé ljóst að einhver frumvörp verði að bíða, í ljósi þess nauma starfstíma sem er eftir, segist Ásta Ragnheiður ekki vilja tjá sig um það. Hitt sé ljóst að þetta séu „mörg mál“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert