Bjóða þingmönnum einn ískaldan

Stúdentakjallarinn ætlar að bjóða öllum þingmönnum sem áttu sæti á Alþingi 1. mars árið 1989 einn ískaldan bjór. Þetta er gert í tilefni þess að í dag eru liðin 24 ár frá því bjórinn var leyfður í sölu hér á landi.

Á Facebook-síðu Stúdentakjallarans kemur fram, að stúdentar, þáverandi og núverandi, séu allir sérstaklega stoltir af þætti sínum í aðdraganda bjórdagsins 1989.

„Um málið var m.a. deilt á gamla Stúdentakjallaranum við Hringbraut á sínum tíma en þar höfðu m.a. nokkrir stúdentar tekið upp á því að blanda „bjórlíki“. Ekkert í þá líkingu er þó í boði í nýja Stúdentakjallaranum við Háskólatorg - en af nógu öðru er þó þar að taka,“ segir á síðunni.

Ekki fylgir sögunni hvort þingmennirnir hafi þegið boðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka