Lokið er fundi með Neytendasamtökunum sem haldinn var af Framsóknarfélagi Reykjavíkur í dag, samkvæmt tilkynningu þar um. Gestir fundarins voru Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður þeirra.
Jóhannes mun hafa rætt um að barátta samtakanna í slagnum við framleiðendur og seljendur ójöfn. Samtökin gætu þó státað af góðum árangri í klögumálum neytenda. „Mér hefur aldrei verið stefnt“ sagði Jóhannes á fundinum.
Í máli Þóru kom fram að hún byggi í „okurlandi“. Hún taldi best með öllu að afleggja vörugjöld. Hún sagði þau ekki eiga rétt á sér og nefndi nokkur dæmi í því sambandi.
Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem sat fundinn, benti á að neytendavernd fyrir veiðileyfum fjármálastofnana hefði engin verið. Nú væru stjórnvöld búin að semja við þær um að kenna fjármálalæsi i skólum. Þar væri búið að fullkomna glæpinn.