Gagnrýnir hugmyndir um sölu bankanna

Eygló Harðardóttir, alþingismaður.
Eygló Harðardóttir, alþingismaður. mbl.is

„Kröfuhafar gömlu bankanna hafa hagnast mjög mikið á sínum viðskiptum og krafan er að þeim ávinningi verði skipt á milli þjóðarinnar og kröfuhafa,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sinni í dag þar sem hún gagnrýnir harðlega þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um mögulega samninga við kröfuhafa um sölu á Íslandsbanka og Arion banka meðal annars til íslenskra lífeyrissjóða.

Eygló segir kvíðahnút vegna málsins vera að myndast í maganum á sér og bendir á að sama fólkið, það er að segja íslensk stjórnvöld, og standi að þessum samningum hafi einnig staðið að samningunum um Icesave-málið. Þá hafi stjórnvöld samið af sér síðast þegar þau hafi samið við kröfuhafa bankanna og ekki nýtt afslátt af lánasöfnum bankanna til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Síðan hafi kröfuhafar bankanna hagnast mjög á þeim.

„Hér er verið að spila með framtíð íslenskra heimila. Því vara ég þá við sem sitja og útdeila sviðsmyndum og tala fjálglega í fjölmiðlum um forsendur samninga. Mikil er ábyrgð Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna og fylgitungla þeirra á töpuðum tækifærum síðustu ára. Miklu meiri verður hún ef þetta eiga að vera forsendur samninga við kröfuhafa,“ segir hún ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert