Talsverð skemmdarverk voru unnin á Hellu síðastliðna nótt og er, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, engu líkara en að þar hafi einhver gengið berserksgang.
Rúður voru brotnar, speglar brotnir af og ýmsar aðrar skemmdir unnar á þremur fólksbílum og einni traktorsgröfu. Þá var stórum steinhnullungum kastað í rúður safnaðarheimilis bæjarins og þær brotnar.
Málið hefur verið kært til lögreglu.
Lögreglan á Hvolsvelli óskar eftir því að þeir sem hafi upplýsingar um málið hafi samband í síma 488 4110.