Geta stolið fyrir milljónir á einum degi

Á einum degi var stolið úr fjórum fataverslunum í sömu verslunarkeðju fyrir 1,3 milljónir króna. Klippt var á þjófavarnarmerkingar og farið á milli verslana í sömu verslunarmiðstöð. Þýfið er ýmist selt innanlands eða flutt úr landi og selt á mörkuðum.

Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er að þessu sinni fjallað um búðaþjófnað, sem fer vaxandi að sögn Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés Magnússon, formaður samtakanna, segir vandan meðal annars liggja í því að of fáir séu dregnir fyrir dóm fyrir brot sín. „Við höfum dæmi um mál þar sem verðmætum á aðra milljón hefur verið stolið án þess að ákæra hefur verið gefin út.“

Hann segir jafnframt að refsingar í þessum málum hafi séu alltof vægar og hafi ekki þau varnaðaráhrif sem til er ætlast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert