„Hendur næsta þings verða ekki bundnar“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er auðvitað mjög sér­kenni­leg staða ef það á að fara að ræða sam­an núna þegar það eru ör­fá­ir dag­ar eft­ir af þing­inu um það sem við höf­um óskað eft­ir sam­ráði um í fjög­ur ár,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í viðtali við mbl.is um hug­mynd­ir Árna Páls Árna­son­ar um að Alþingi samþykki þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að næsta þing, að aflokn­um kosn­ing­um, haldi áfram með stjórn­ar­skrár­málið.

„Engu að síður er alltaf sjálfsagt að setj­ast niður og hlusta á hug­mynd­ir. Ég hef ekki séð ennþá nein­ar út­færðar hug­mynd­ir. Þetta eru allt al­menn orð um það hvernig þeir sjái þetta fyr­ir sér. En það er aug­ljóst að hend­ur næsta þings verða ekki bundn­ar af þessu þingi,“ seg­ir Bjarni.

Seg­ir út­færslu stjórn­ar­flokk­anna full­kom­lega óá­sætt­an­lega

„Jafn­vel þó það ætti ein­ung­is að ræða það atriði [auðlinda­ákvæðið - innsk.blm.] eitt og sér þá er staðan varðandi það ákvæði sú að það hef­ur lengi verið vilji hjá öll­um flokk­um, að því er mér sýn­ist, til þess að kom­ast að sam­komu­lagi um slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá - en sú út­færsla sem hef­ur verið kynnt til sög­unn­ar af stjórn­ar­flokk­un­um er full­kom­lega óá­sætt­an­leg - al­ger­lega. Hún er allt ann­ars eðlis held­ur en niðurstaða auðlinda­nefnd­ar­inn­ar frá ár­inu 2000. Hún er líka mjög frá­brugðin niður­stöðu stjórn­laga­nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka