Metin slegin á Gullna hringnum

Kynnisferðir hafa slegið öll met í morgunferðum um Gullna hringinn. …
Kynnisferðir hafa slegið öll met í morgunferðum um Gullna hringinn. Metið síðan í júlí 2012 var slegið í janúar 2013 og aftur í febrúar 2013. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það er búið að vera svakalega mikið að gera hjá okkur í þessu í vetur,“ segir Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynnisferða um morgunferðir fyrirtækisins um Gullna hringinn.

„Við slógum að minnsta kosti okkar met. Við vorum með fleiri farþega í Gullna hringinn í janúar en við vorum með í júlí,“ segir Þórarinn en sá mánuður var metmánuður hjá fyrirtækinu. Metið var enn slegið í janúar 2013 og aftur nú í febrúar. Á fjórða þúsund manns fóru í þessar ferðir í febrúarmánuði.

Hafa tekið netmarkaðssetninguna í gegn

-Hverju þakkið þið þennan mikla árangur

„Ég held að þetta sé blanda af nokkrum þáttum. Inspired by Iceland hefur verið í gangi. Síðan höfum við sjálf verið í miklu söluátaki síðustu tvö ár sem hefur skilað sér í stórauknum fjölda gesta í gegnum ferðaskrifstofur sem skipta við okkur. Síðan höfum við verið að taka í gegn hvernig við markaðssetjum okkur beint á netinu. Höfum verið að sjá mikla aukningu í sölu beint á netinu.“

-Hvernig lítur sumarið út?

„Það lítur svakalega vel út. Það er um það til 50% aukning á bókunum hjá okkur miðað við stöðuna núna.“

Merktu níu rútur í tilefni af Mottumars-átakinu

-Hvað getur þú sagt mér um motturnar sem sjást nú framan á rútunum ykkar?

„Við höfum verið að taka okkur aðeins í naflaskoðun í því hvað við gerum í samfélagsmálum. Ákváðum að taka bæði bleika október og eins Mottumars. Í október gerðum við eina rútu alveg bleika og ákváðum að taka alla stóru bílana okkar og setja á þá mottu að framan og styðja við þetta verkefni með framlagi af hverjum seldum miða í flugrútuna í allan mars. Það eru núna níu stórar rútur merktar.“

Kynnisferðir gefa í mars hlutfall af öllum seldum miðum í …
Kynnisferðir gefa í mars hlutfall af öllum seldum miðum í flugrútuna í átakið Mottumars.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert