„Það væri óafsakanlegur glannaskapur“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd …
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. mbl.is/Ernir

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það væri með öllu óraunhæft að ljúka þessum breytingum á stjórnarskránni fyrir vorið,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þegar mbl.is leitaði eftir viðbrögðum hans við ummælum Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að það blasti við að engin leið væri að ljúka stjórnarskrármálinu á þessu kjörtímabili.

Málið enn langt frá því að vera tilbúið

„Það liggur ljóst fyrir að málið er enn langt frá því að vera tilbúið auk þess sem mikill ágreiningur er um marga þætti. Það væri að mínu mati óafsakanlegur glannaskapur að ætla sér að gera róttækar stjórnarskrárbreytingar í gríðarlegum ágreiningi á elleftu stundu fyrir kosningar,“ sagði Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert