„Það væri óafsakanlegur glannaskapur“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd …
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. mbl.is/Ernir

„Ég hef lengi verið þeirr­ar skoðunar að það væri með öllu óraun­hæft að ljúka þess­um breyt­ing­um á stjórn­ar­skránni fyr­ir vorið,“ sagði Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, þegar mbl.is leitaði eft­ir viðbrögðum hans við um­mæl­um Árna Páls Árna­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um að það blasti við að eng­in leið væri að ljúka stjórn­ar­skrár­mál­inu á þessu kjör­tíma­bili.

Málið enn langt frá því að vera til­búið

„Það ligg­ur ljóst fyr­ir að málið er enn langt frá því að vera til­búið auk þess sem mik­ill ágrein­ing­ur er um marga þætti. Það væri að mínu mati óafsak­an­leg­ur glanna­skap­ur að ætla sér að gera rót­tæk­ar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar í gríðarleg­um ágrein­ingi á ell­eftu stundu fyr­ir kosn­ing­ar,“ sagði Birg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert