Þingforseti breytir ekki dagskránni

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

„Það verður staðið við starfsáætlun og það verður fundað samkvæmt henni í næstu viku.“

Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, aðspurð um þá ósk meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að haldinn verði þingfundur nk. mánudag í stað þess að hafa þar nefndadag eins og gert er ráð fyrir í starfsætlun þingsins.

Að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, fomanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eru það vonbrigði að starfsáætluninni verði ekki breytt. „Forsetinn fer með dagskrárvaldið, það er nú bara svoleiðis og það er ekkert við því að gera,“ segir Valgerður í umfjöllun um stjórnarskrármálið í Morgunblaðinu í dag, en engin sátt mun til um lyktir þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert