Vilja stóraukna matvælaframleiðslu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi verði stór­auk­in og hyggst þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna leggja fram til­lög­ur þess efn­is á Alþingi mánu­dag.

Bent er á það í grein­ar­gerð með til­lög­unni að jarðarbú­um fjölgi um 200 þúsund á hverj­um degi og að mat­vælaþörf heims­ins verði 70% meiri árið 2050 held­ur en hún er í dag. Þá muni til að mynda vanta mjólk á kín­versk­an markað sem nemi heild­ar­fram­leiðslu Frakk­lands, Rúss­lands og Banda­ríkj­anna.
 
Enn­frem­ur kem­ur fram að í ljósi fyr­ir­sjá­an­legr­ar þró­un­ar mat­væla­verðs í heim­in­um, lofts­lags­breyt­inga og tak­mörkuðu aðgangi að auðlind­um til mat­væla­fram­leiðslu fel­ist mikl­ir mögu­leik­ar í að stór­auka slíka fram­leiðslu hér á landi. Íslend­ing­ar séu fá­menn þjóð sem eigi hins veg­ar mikið rækt­un­ar­land, mikl­ar orku­lind­ir og mikið vatn. Í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert