Greinir á um þróunina

00:00
00:00

Lög­reglu og Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu grein­ir á um þró­un­ina í búðaþjófnaðamál­um. Lög­regla geti aðeins byggt töl­fræði sína á til­kynn­ing­um um þjófnaði en versl­an­ir meti gjarn­an út frá rýrn­un. Því telja versl­an­ir að aukn­ing­in sé gríðarleg en lög­regla tel­ur fjölda þjófnaðar­brota í jafn­vægi.

Í þætt­in­um 112 í MBL Sjón­varpi er fjallað um búðaþjófnaði og meðal ann­ars þró­un­ina í mála­flokkn­um. Meðal þess sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu seg­ir er að merkj­an­leg breyt­ing hafi orðið eft­ir árið 2006 þegar vinnu­markaður­inn var opnaður til Mið- og Aust­ur­evr­ópu­ríkja. Um­fang brot­anna hafi þá auk­ist.

Aðal­steinn Aðal­steins­son, rann­sókn­ar­lög­reglumaður, seg­ir að þró­un­in und­an­far­in ár hafi verið í jafn­vægi. Erfitt sé að taka und­ir með sam­tök­un­um um fjölg­un þjófnaða þar sem byggt sé á til­kynn­ing­um. Lög­regl­an sé með mála­flokk­inn í þokka­lega góðum horf­um, þó alltaf megi gera bet­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert