Deilur innan SÁÁ

Fáni SÁÁ
Fáni SÁÁ

Kvenfélagi SÁÁ verður slitið næstkomandi föstudag, þar sem félaginu er ekki vært innan SÁÁ. Ástæðurnar eru samstarfserfiðleikar við formann SÁÁ og ásakanir hans á hendur félaginu. Stofnað verður nýtt félag á rótum þess eldra.

Í tilkynningu frá félaginu sem stofnað verður á föstudag, Rótinni, segir að þær konur sem standi að stofnun félagsins hafi einnig stofnað Kvenfélag SÁÁ í september 2012. Markmið félaganna verða þau sömu, þ.e. að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.

„Ástæður fyrir slitum Kvenfélags SÁÁ eru einkum samstarfserfiðleikar við formann SÁÁ og síendurteknar ásakanir um að Kvenfélagið hafi unnið gegn SÁÁ og starfað í andstöðu við fagfólk og veikt þannig starfsemi samtakanna. Þessar ásakanir eru rakalausar og hefur ráð Kvenfélagsins engin svör fengið við beiðni um rökstuðning, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir honum.“

Í undirbúningshópnum sitja: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert