N1 hefur lækkað verð á eldsneyti og er nú ódýrast að fylla tankinn á bensínstöðvum þeirra. Hefur verð á bensíni lækkað um 9,50 krónur frá 18. febrúar.
Fastlega má gera ráð fyrir að önnur olíufélög fylgi í kjölfarið.
N1 lækkaði verð á bensíni í morgun um tvær krónur á lítra og dísill lækkaði um eina krónu á lítra.
Samkvæmt upplýsingum frá N1 skýrist verðlækkunin á lækkun heimsmarkaðverðs, sem kom í kjölfar frétta frá Bandaríkjunum um og fyrir helgina varðandi efnahagsmál.
Lítrinn af bensíni kostar nú 257,80 krónur hjá N1 og lítrinn af dísil kostar 255,60 krónur.