Karlmönnum við kennslu fækkar

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haustið 2012 voru 7.279 starfsmenn í 6.550 stöðugildum í grunnskólum á Íslandi. Þar af voru 4.784 starfsmenn við kennslu í 4.534 stöðugildum. Starfsfólki fækkaði fjórða árið í röð. Starfsmönnum við kennslu, þ.e. skólastjórnendum, deildarstjórum og kennurum fjölgaði um 41, sem er fjölgun um 0,9%, en stöðugildum þeirra fækkaði um 25.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Öðrum starfsmönnum grunnskólans en starfsfólki við kennslu fækkaði um 99 og um 107 stöðugildi. Frá haustinu 2008 hefur öðrum starfsmönnum en þeim sem koma beint að kennslu barna fækkað um 288 manns (10,4%) og stöðugildum þeirra fækkað frá sama tíma um 301 (13,0%).

Haustið 2011 voru karlar 19,9% starfsfólks við kennslu og var það í fyrsta skipti sem hlutur þeirra fór undir 20 af hundraði. Þessi þróun hélt áfram og haustið 2012 var hlutfall karla af starfsmönnum við kennslu 19,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert