Þegar framkvæmdir hefjast við kísilver á Bakka er gert ráð fyrir að fólksfækkun á norðausturhorninu muni stöðvast, bæði vegna þeirra atvinnutækifæra sem verða í boði á Húsavík og starfa tengdra m.a. fiskveiðum og vinnslu sem flytjast frá Húsavík til Kópaskers, Þórshafnar og Raufarhafnar. Þetta kemur fram í mati Byggðastofnunar.
Frumvarp til laga um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi var lagt fram á Alþingi síðdegis. Í sérákvæðum frumvarpsins er kveðið á um að félagið njóti eftirfarandi ívilnana umfram þær ívilnanir sem heimilt er að veita í núgildandi lögum um nýfjárfestingar, sbr. lög nr. 99/2010:
Þær ívilnanir sem ríkið veitir til verkefnisins vegna frávika frá sköttum og gjöldum, þ.e. lægra tekjuskattshlutfall og undanþága frá almennu tryggingagjaldi og stimpilgjaldi, eru áætlaðar um 100–150 millj. ísl. kr. að meðaltali á ári eða um 1–1,5 milljarðar kr. á öllu tímabilinu sem heimilt er að veita ívilnanir eða í 10 ár en þó aldrei lengur en í 14 ár frá því að fjárfestingarsamningur er undirritaður.
„Ekki er því um bein útgjöld að ræða en ljóst er að ríkissjóður verður af þessum tekjum. Aðrar ívilnanir um frávik frá sköttum og gjöldum sem raktar eru í þessu frumvarpi falla á sveitarfélagið Norðurþing, þ.e. 30% afsláttur af gatnagerðargjöldum og 50% afsláttur af fasteignagjöldum, að því tilskildu að slíkt verði heimilað að lögum. Þá hyggst hafnarsjóður Norðurþings veita félaginu 40% afslátt af vörugjöldum.“
Fyrirhuguð fjárfesting vegna byggingar kísilvers á Bakka er áætluð um 170 milljónir evra (á verðlagi ársins 2012) eða um 28 milljarðar ísl. kr. og er þá miðað við að meðalgengi evrunnar á tímabilinu verði 163 kr. Áætlað er að fjárfestingin dreifist yfir þrjú ár. Samkvæmt matinu eykst landsframleiðslan um samtals 33,2 milljarða kr. á tímabilinu 2013–2017, sem er um 0,27% af væntri landsframleiðslu