„Ofurhuga“ á reiðhjóli bjargað

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag.
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag. Þorkell Þorkelsson

„Þetta var einhver þýskur ofurhugi sem ætlaði að hjóla til Reykjavíkur. Hann þurfti að fá aðstoð því veðrið var orðið bandbrjálað,“ segir Hilmar Hilmarsson hjá lögreglunni á Blönduósi eftir að björgunarsveit bjargaði þýskum hjólreiðamanni sem var í tjaldi þegar óveður skall á í morgun.  

„Maðurinn lá á tjaldinu sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að það fyki í burtu þegar að honum var komið. Í gær voru einhverjir vegfarendur að keyra og sáu þennan mann á reiðhjóli. Það ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir Hilmar en mjög slæmt veður hefur verið við Langadal og víðar í allan dag. 

Björgunarsveit aðstoðaði manninn sem hafði fengið nóg af hjólreiðum og ætlaði að reyna að fá far til Reykjavíkur að sögn Hilmars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert