Ósammála um tillögu Árna

Skiptar skoðanir eru á meðal þingmanna stjórnarflokkanna um ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að það blasi við að engin leið sé að klára stjórnarskrármálið á þessu kjörtímabili.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að þingflokkur Vinstri-grænna fundaði um mögulegar leiðir í málinu í gær og að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, fundar hann aftur um málið í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnarskrármálið rætt á almennum nótum á fundinum en jafnframt hefði þingflokkur VG falið formanni og þingflokksmanni flokksins að ræða við forystumenn annarra flokka um hvað væri næst í stöðunni.

Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, sagði á facebooksíðu sinni í gær að málið yrði klárt til afgreiðslu fyrir þinglok og láta ætti reyna á þingmeirihlutann við afgreiðslu þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert