Sátt um áfangaskiptingu

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú liggur fyrir að það þarf að funda með formönnum annarra flokka og fara yfir samnningsvilja þeirra til að ljúka málinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um stöðu og framhald stjórnarskrármálsins í dag.

Aðspurður segir Árni Páll að sátt sé innan þingflokksins um að áfangaskipta stjórnarskrármálinu. „Það er ágæt sátt um að reyna að passa að málið verði ekki að engu og vinna því eins farsælan farveg og mögulegt er,“ segir Árni Páll.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert