Skoða áfangaskiptingu

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er mat þing­flokks Vinstri grænna að hægt væri að klára stjórn­ar­skrár­málið ef vilji væri til þess, hins­veg­ar séu þing­menn flokks­ins raun­sæ­ir og átta sig á því að stutt sé í þinglok og að ekki séu endi­lega all­ir vilj­ug­ir til að klára þetta mál, að sögn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna.

Þing­flokk­ur Vinstri grænna fundaði um stöðu og fram­hald máls­ins í dag „Þannig við í raun og veru skild­um við málið þar og að við mynd­um skoða leiðir og hvort hugs­an­legt væri að gera þetta í ein­hverj­um áföng­um,“ seg­ir Katrín í sam­tali við blaðamann.

Þá seg­ist Katrín eiga von á því að eiga sam­töl um málið, bæði inn­an VG, og á milli flokka á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert