Skoða áfangaskiptingu

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er mat þingflokks Vinstri grænna að hægt væri að klára stjórnarskrármálið ef vilji væri til þess, hinsvegar séu þingmenn flokksins raunsæir og átta sig á því að stutt sé í þinglok og að ekki séu endilega allir viljugir til að klára þetta mál, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um stöðu og framhald málsins í dag „Þannig við í raun og veru skildum við málið þar og að við myndum skoða leiðir og hvort hugsanlegt væri að gera þetta í einhverjum áföngum,“ segir Katrín í samtali við blaðamann.

Þá segist Katrín eiga von á því að eiga samtöl um málið, bæði innan VG, og á milli flokka á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert