Á Norðurlandi vestra er ófært á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Siglufjarðarvegi. Þæfingur er annars víða eða hálka ásamt stórhríð eða skafrenningi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu víða á Norðurlandi er snælduvitlaust veður og ekkert ferðaveður. Vegurinn um Námaskarð er enn lokaður vegna umferðaróhapps.
Hálkublettir eru á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en annars eru vegir að mestu auðir á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða og sumstaðar él eða skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Ófært er um Fróðárheiði.
Slæmt ferðaveður og færð er víðast hvar á Vestfjörðum. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettshálsi.
Hálka og skafrenningur er svo á Mikladal og Hálfdán. Hálka er einnig á Kleifaheiði og stórhríð en þungfært er í Ísafjarðardjúpi.
Norðaustanlands er ófært um Ólafsfjarðarmúla, Víkurskarð og á Grenivíkurvegi.
Óveður er svo á Hófaskarði en þar er einnig ófært.
Þæfingsfærð og stórhríð er milli Dalvíkur og Akureyrar og á Ljósavatnsskarði en snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum og víða er stórhríð.
Á Austurlandi eru flestir vegir greiðfærir en þó er komin snjóþekja á Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði ásamt éljagangi eða skafrenning.
Þá er einnig skafrenningur á Fjarðarheiði og snjóþekja.