365 miðlar hafa ráðið Svan Valgeirsson sem forstöðumann þróunarsviðs. Að sögn Ara Edwald forstjóra 365 tekur Svanur ekki við starfi þróunarstjóra af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þar sem Jón hafi aldrei verið í því starfi samkvæmt skipuriti félagsins. Jón Ásgeir verður áfram í ráðgjafastörfum fyrir 365 miðla.