Staða Jóns Ásgeirs óbreytt

365 miðlar.
365 miðlar. Heiddi /Heiðar Kristjánsson

365 miðlar hafa ráðið Svan Valgeirsson sem forstöðumann þróunarsviðs. Að sögn Ara Edwald forstjóra 365 tekur Svanur ekki við starfi þróunarstjóra af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þar sem Jón hafi aldrei verið í því starfi samkvæmt skipuriti félagsins. Jón Ásgeir verður áfram í ráðgjafastörfum fyrir 365 miðla.  

<span><span><br/></span></span> <span><span>Í bréfi sem sent var til starfsmanna er Svanur kynntur og staða Jóns Ásgeirs innan fyrirtækisins áréttuð.  „</span></span><span>Við síðustu tilfærslur í skipulagi 365 miðla var á ný gert ráð fyrir Þróunarsviði í skipulagi félagsins. Ástæða þess var að ýmis ný viðskiptatækifæri eru til skoðunar, sem miða að því að auka þjónustu og verðmæti fyrir viðskiptavini félagsins. Tilgreint var að Jón Ásgeir Jóhannesson kæmi að verkefnum á því sviði, en hann hefur um nokkurra ára skeið unnið í hlutastarfi sem ráðgjafi stjórnar félagsins,“ segir í  bréfinu. </span> <span><br/></span> <span>„Jón mun vera áfram sem ráðgjafi í hlutastarfi í tilteknum verkefnum. Í rauninni hefur ekki orðið nein breyting á hans stöðu,“ segir Ari í samtali við mbl.is. </span>
Ari Edwald.
Ari Edwald. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert