Vetrarferðamennska tekið stakkaskiptum

Húsnæði Síldarminjasafnsins.
Húsnæði Síldarminjasafnsins. mbl.is

Erlendir ferðamenn hafa verið mun tíðari gestir á Síldarminjasafninu á Siglufirði fyrstu tvo mánuði ársins en áður. Á síðasta ári töldu erlendir ferðamenn tæp 14% af gestafjölda í janúar og febrúar, en í ár var hlutfall þeirra á sama tímabili 69%. Aldrei fyrr hafa svo margir útlendingar heimsótt safnið í febrúar.

Frá þessu er greint á vefsvæði Síldarminjasafnsins. Þar segir að fyrstu tvo mánuði ársins voru gestir alls 365 talsins, þar af voru almennir ferðamenn 235 og voru 163 þeirra af erlendu bergi brotnir.

„Við hér á safninu erum vön því að fáa gesti beri að dyrum í skammdeginu og yfir köldustu vetrarmánuðina. Erlendir ferðamenn hafa gjarna verið taldir hefja komur sínar á svipuðum tíma og vorfuglarnir, með hækkandi sól og hlýnandi veðri. En mikil breyting hefur orðið á líðandi vetri og hefur vetrarferðamennskan tekið stakkaskiptum.“

Siglfirðingur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka