Jón Steinar: Lýðskrum

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson. mbl.is

„Getur verið að stjórnmálabarátta eigi að snúast um ákvæði í samningum milli frjálsborinna manna, svo sem samningum um peningalán og endurgreiðslu þeirra?,“ spyr Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag. Setur hann fram í grein sinni 7 staðhæfingar ættu ekki að þurfa að valda miklum ágreiningi, eða hvað?

Lokaorð lögfræðingsins: „Víðtæk samstaða er um það í samfélagi okkar að fólk skuli fá að ráða einkamálefnum sínum sjálft, þar með talið fjármálum. Því frelsi fylgir ábyrgð manna á að efna sjálfir skuldbindingar sínar. Þeir geta ekki gert ráð fyrir að aðrir geri það. Frelsinu fylgir ábyrgð eins og dagur fylgir nóttu. Stjórnmálaflokkar ættu að leggja áherslu á þessi grundvallaratriði og ekki láta undan freistingum um að gefa loforð um að aðrir en þeir sem skulda muni greiða skuldirnar. Slík loforð má með sanni kalla lýðskrum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert