Kviknaði í ryksugu

Tilkynnt var um reyk frá íbúð við Brattholt í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þarna hafði kviknað í ryksugu, búið að slökkva þegar lögregla kom á vettvang. Engin slys og engar skemmdir en reykræsta þurfti íbúðina.

Þá klippti lögreglan í Hafnarfirði skráningarnúmer af 11 bifreiðum í gærkvöldi og nótt vegna vanrækslu á skoðun, bæði aðalskoðun og endurskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka