Samið um fisk og fleira

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Við erum stödd í höfuðstöðvum Maríu Damanaki, kommissars sem fer með sjávarútvegsmál innan ESB. Það er 29. nóvember 2010 og ráðherrar sem fara með sjávarútvegsmál eru saman komnir til að komast að samkomulagi um kvótaúthlutun,“ segir Tómas Ingi Olrich, fv. ráðherra og þingmaður, í grein í Morgunblaðinu í dag. Bruno Le Maire er franskur landbúnaðarráðherra, sem fer með fiskveiði- og sjávarútvegsmál.

Þá segir Tómas Ingi: „Eftir erfiðan og árangurslausan fyrsta fund Le Maire með Damanaki, lætur einn af aðstoðarmönnum ráðherrann vita að í augum Damanaki sé hámerin nánast heilög. „Hún gefur ekkert eftir varðandi hámerina. Það þýðir að þú getur verið fastur fyrir að því er varðar allt annað. Þú verður að gefa henni hámerina í lok samningaviðræðna."

Ráðherrann bregður sér á fund fulltrúa útgerðarmanna og sjómanna, sem bíða niðurstöðunnar á hóteli skammt frá höfuðstöðvunum. Hann greinir þeim frá stöðunni varðandi hámerina. Fulltrúi sjómanna frá eyjunni Ile d’Yeu spyr hvað verði um þá. „Þá er ekkert eftir. Hvað á að gera við sjómennina?" spyr hann. Ráðherrann spilar út trompinu: „Ég er til í að standa fast á rétti okkar til að veiða hámeri. En þá er hætt við að Spánverjarnir hætti að styðja okkur. Ef Spánverjarnir standa ekki með okkur, þá stendur ekkert eftir. Öll samningsmarkmið okkar rakna upp."

Þetta er það sem gerist. Há8 merinni og Ile d’Yeu er fórnað, en Damanaki gefst upp hvað hinar tegundirnar varðar. Sjómenn og útgerðarmenn á hótelinu anda léttar í bili. Sá frá hámeraeyjunni brestur í grát.“

Lokaorð Tómasar Inga: „Hér heima höfum við utanríkis8 ráðherra, sem hefur fæturna ekki á jörðinni heldur í skýjunum. Það er stefna hans að afla eins lítilla upplýsinga um raunverulega þróun ESB og kostur er. Um „upplýsingarnar" og dreifingu þeirra sér áróðursstofa ESB hér á landi og sendiherra, undir verndarvæng utanríkisráðherrans.

Sjálfstæðisflokkurinn tók á þessu vandamáli og skýrði línurnar á landsfundi.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert