Sindri formaður Bændasamtakanna

Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.

Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, var í dag kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk og formaður Búnaðarsambands Suðurlands, hlaut 13 atkvæði.

Guðbjörg tilkynnti framboð sitt skömmu fyrir formannskjörið.

Sindri er sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði og fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann er 38 ára gamall.

Fráfarandi formaður Bændasamtakanna er Haraldur Benediktsson, en Haraldur skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi í alþingiskosningunum í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert