Þingfundur á Alþingi hefst kl. 10.30 í fyrramálið. Dagskrá þingsins liggur fyrir og þar kemur fram að frumvarp til stjórnskipunarlaga er þar á meðal. Formenn þingflokkanna funduðu í dag um framhald málsins en engin niðurstaða varð af fundinum.
Svona lítur dagskrá Alþingis út á morgun:
1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Neytendalán (heildarlög, EES-reglur) 220. mál, lagafrumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
3. Menningarstefna 196. mál, þingsályktunartillaga mennta- og menningarmálaráðherra. Framhald síðari umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
4. Sameining rannsóknarnefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa (breyting ýmissa laga) 609. mál, lagafrumvarp umhverfis- og samgöngunefndar. Framhald 2. umræðu. (Atkvæðagreiðsla).
5. Stjórnarskipunarlög (heildarlög) 415. mál, lagafrumvarp meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Framhald 2. umræðu.