Tjaldaði við Stóra Dímon

Tjaldferðalangur við Stóru Dímon í Fljótshlíð í dag.
Tjaldferðalangur við Stóru Dímon í Fljótshlíð í dag. Ljósmynd/Jón Kristinsson

Ljósmynd sem tekin var af tjaldferðalangi barst mbl.is í kvöld en hún var tekin við Stóra Dímon í Fljótshlíð í kvöld. Ekki er gott að segja hvað manninum gengur til og, ef um erlendan ferðalang er að ræða, hvort hann veit af óveðrinu sem skellur á seint í kvöld og stendur fram á morgun.

Lögreglan á Hvolsvelli sagðist í samtali við blaðamann í kvöld ekki hafa fengið neinar tilkynningar um tjaldferðalanga á þessum slóðum í dag en það væri afar óeðlilegt - og hreint út sagt varasamt - ef hann hygðist tjalda þarna fyrir nóttina.

Veðurstofa Íslands gaf í dag út viðvörun um að búast mætti við snjóbyl á Suðurlandi seint í nótt og á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert