Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Ólafur Darri Andrason
Ólafur Darri Andrason

„Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruverslunarinnar Kostar, fer mikinn í Morgunblaðinu mánudaginn 4. mars og ber þungar sakir á verðlagseftirlit ASÍ,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, í grein í Morgunblaðinu í dag. Það sorglega við grein Jóns er að hann hikar ekki við að fara með rangar og villandi staðhæfingar. Það er því óhjákvæmilegt að leiðrétta verstu rangfærslur Jóns.

Í grein sinni segir Ólafur Darri m.a.: „Því er ranglega haldið fram að ASÍ neiti að setjast niður með forráðamönnum verslana til þess að sníða agnúa af könnunum. Hið rétta er að ASÍ hefur átt fjölda funda með forráðamönnum einstakra verslana og fulltrúum SVÞ á liðnum misserum og árum.“

Lokaorð deildarstjórans: „Tilraunir Jóns Geralds til þess að sverta verðlagseftirlit ASÍ breyta þar engu. ASÍ er hér eftir sem hingað til reiðubúið til þess að setjast niður með fulltrúum verslananna og fara yfir verklagsreglur og vinnulag við framkvæmd verðkannana. En hafa verður í huga að einar verklagsreglur verða að gilda fyrir allar verslanir og einnig að hagur neytenda verður alltaf að vera í forgrunni þegar verklagsreglurnar eru ákveðnar, ekki einstakra verslana.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert