Loforð sem öðrum er ætlað að efna

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Að lofa einhverju en ætla öðrum að efna loforðið hefur ekki þótt stórmannlegt. Að gefa fyrirheit sem vitað er að aldrei verður hægt að standa við hefur ekki verið talið merki um góða siði. Það er einnig lítill mannsbragur á því að vekja falskar vonir og væntingar,“ segir Óli Björn Kárason varaþingmaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ríða um héruð, lofa út og suður, undirrita samninga og leggja fram frumvörp sem þeir ætlast ekki til að nái fram að ganga. Í aðdraganda kosninga virðist allt vera hægt og ekkert útilokað.

Í grein sinni segir varaþingmaðurinn m.a.: „Nokkrum vikum fyrir kosningar leggur menntamálaráðherra áhyggjulaus fram frumvarp þar sem námsmönnum er lofað að fella niður milljarða af námslánum og breyta þeim í styrki. Fjárlagskrifstofa áætlar að viðbótarfjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna gæti orðið allt að 4,7 milljarðar króna á ári. Slíkt skiptir litlu enda veit ráðherrann að frumvarpið mun ekki fá framgang á þingi. En það er gott að vekja væntingar meðal námsmanna í aðdraganda kosninga.“

Lokaorð Óla Björns: „Er nema furða að nýjum formanni Samfylkingarinnar hugkvæmist að gera tilraun til að binda hendur þeirra sem kjörnir verða á Alþingi í komandi kosningum? Nýju þingi er ætlað að greiða úr stjórnarskrárklúðri ríkisstjórnarinnar um leið og önnur vandamál sem skilin eru eftir verða leyst.

Hugmyndaauðgin á sér engin takmörk.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert