<span><span>Allt tiltækt lið er að vinna við snjóruðning í Hafnarfirði og eru 12 tæki úti á vegum bæjarins. Þar af þrjú á stígum og gönguleiðum. Mikill skafrenningur er og skefur stöðugt yfir aftur.</span></span>
<span><span><br/></span></span>
<span><span>„Reynt er að halda aðalleiðum opnum og þegar tækifæri gefst er farið dýpra í kerfið. Eftir aðalleiðum er farið í safngötur. Í húsagötur förum við ekki fyrr en aðalgötur og safngötur eru færar. Bílaplön við stofnanir verða teknar í nótt þar sem erfitt er að athafna sig fyrir bílum.</span></span>
<span><span> </span></span>
<span><span>Snjóvaktin byrjaði kl. 04:00 í nótt og unnið verður fram til 22:00 í kvöld og byrjað aftur kl 04:00 í nótt.</span></span>
<span><span> </span></span>
<span><span>Mikilvægt er að fara ekki á stað í svona færð nema á vel búnum bifreiðum,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.</span></span>
<span><span> </span></span>
<span><span>Sjá má nánar um snjó og hálkuvarnir á heimasíðu Hafnarfjarðar (<a href="https://cas.mbl.is/owa/netfrett@mbl.is/redir.aspx?C=KAcXn_ZeuESTa3dqNX-MPIuch1UD7s8IDKaVWCVK6L0_wyKICIAJRDIcpeIBHYrqw0aikxBmB5k.&URL=http%3a%2f%2fwww.hafnarfjordur.is%2fthjonusta%2fumhverfi-og-gotur%2fsnjomokstur" target="_blank">http://www.hafnarfjordur.is/thjonusta/umhverfi-og-gotur/snjomokstur</a> )</span></span>
<span><span> </span></span>