Stjórnarskrá þjóðarinnar drepin

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. MBL/Ómar Óskarsson

Stjórnarskrá þjóðarinnar var drepin í dag af þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á samfélagsvefnum Facebook í kvöld. Hann segir að megi þingmenn flokkanna hafa eilífa skömm og nöfn þeirra aldrei gleymast.

„Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir byrja vel sem varðhundar valdsins og óvinir lýðræðisins. Gleymum ekki þessu þríeyki og undirsátum þeirra í kosningunum þann 27. apríl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert