„Þetta heitir valdarán“

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Ómar

„Þetta heit­ir vald­arán, eins og marg­ir hafa bent á. Kölluð hlut­ina rétt­um nöfn­um,“ seg­ir Þor­vald­ur Gylfa­son, hag­fræðipró­fess­or sem sat í stjórn­lagaráði, og einnig að Alþingi taki sér ekki tak og af­greiði stjórn­ar­skrár­frum­varpið í sam­ræmi við vilja þjóðar­inn­ar muni niður­læg­ing þings­ins hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar.

Þor­vald­ur skrif­ar um málið á vefsvæði sitt. Þar spyr hann hvers vegna treysta ætti því þegar Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að ekki sé meiri­hluti fyr­ir mál­inu á Alþingi. „Hef­ur for­sæt­is­ráðherra staðfest það mat hans? Nei.“

Þá spyr hann hvers vegna treysta ætti ein­hverri leynitaln­ingu at­kvæða í þing­inu. Nær væri að greiða at­kvæði um frum­varpið í þing­inu, svo að þjóðin fái að sjá það fyr­ir opn­um tjöld­um, hvaða þing­menn „virða þjóðar­vilj­ann og hvaða þing­menn stinga þjóðina í bakið?“

Þor­vald­ur seg­ir að þess vegna reyni þing­menn, sum­ir hverj­ir, að koma í veg fyr­ir at­kvæðagreiðslu. „Sannið til: Mörg þeirra myndu ekki þora að greiða at­kvæði gegn nýrri stjórn­ar­skrá, ef til þess kæmi, og þess vegna reyna þau að koma í veg fyr­ir at­kvæðagreiðslu í þing­inu. Þetta heit­ir vald­arán, eins og marg­ir hafa bent á.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert