Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur að nýju lagt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hann hefur jafnframt óskað eftir því við forseta Alþingis að tillagan verði tekin á dagskrá þingsins á morgun.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina.
Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þingkosninga. Fram
að kjördegi sitji ríkisstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi.“