Vegið að ákæruvaldinu

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir að embættið geti ekki sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem því eru falin miðað við þann mannafla og fjárframlög sem embættið hafi til umráða. Jafnframt geti fjárskortur vegið að sjálfstæði embættisins.

Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2011, sem kom út á mánudaginn, og fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. „Staða ríkissaksóknara hefur verið þessi allavega undanfarin 10 ár. Embættið hefur verið rekið fyrir um það bil 150 milljónir undanfarin ár, en það er bara ekki nóg. Skilningsleysi yfirvalda á verkefnum ákæruvaldsins er hins vegar óskiljanlegt. Sú viðbótarfjárveiting sem barst á fjárlögum er vonandi til marks um aukinn skilning yfirvalda og hefur það í för með sér að við getum fjölgað stöðugildum um eitt eða tvö,“ segir Sigríður.

Hún telur ekki loku fyrir það skotið að ákærendur muni forgangsraða málum sínum eftir því hvað þeir telja stjórnvöldum þóknanlegt. Sigríður tekur þó fram að engin merki þessa hafi sést, en telur möguleikann engu að síður fyrir hendi. Við þær aðstæður væri hægt að draga sjálfstæði ákæruvaldsins alvarlega í efa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert