„Fólki blöskrar“

Ljósmyndin sem var tekin af útstillingarglugga Benetton í dag.
Ljósmyndin sem var tekin af útstillingarglugga Benetton í dag.

Mik­il umræða hef­ur farið fram á Face­book um ljós­mynd sem var tek­in af út­still­ing­ar­glugga versl­un­ar United Col­ors of Benett­on í Kringl­unni í dag. Þar sést mynd af ungri nak­inni stúlku með text­an­um „The Essentials of Life.... Je­ans“. Sá sem tók mynd­ina í versl­un­ar­miðstöðinni seg­ir að sér hafi blöskrað.

„Mér fannst þetta ósmekk­legt,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn í sam­tali við mbl.is, en hann vildi ekki koma fram und­ir nafni.

Á mynd­inni, sem fylg­ir frétt­inni, má sjá nakta þeldökka stúlku sem held­ur fyr­ir kyn­fær­in en hár hyl­ur brjóst henn­ar.

Ljós­mynd­ar­inn seg­ist hafa birt mynd­ina á Face­book til að sjá hvað öðrum fynd­ist um Benett­on-aug­lýs­ing­una. „Já, til að fá viðbrögð frá fólki í kring­um mig til að sjá hvort ég væri einn um að þykja þetta mjög ósmekk­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Fólki blöskr­ar greini­lega.“

Aðspurður seg­ist hann ekki hafa sett sig í sam­band við versl­un­ar­eig­end­ur en hon­um þykir  rétt­ast að þeir láti fjar­lægja aug­lýs­ing­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert