„Líka orðið sem má ekki segja“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Forseti biður þingmenn um að gæta orða sinna í ræðustóli,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði gert grein fyrir atkvæði sínu vegna lengri þingfundar og sakað þar stjórnarþingmenn um að ljúga til um efni tillögu framsóknarmanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

„Hvaða orða?“ spurði Sigmundur þá úr þingsalnum. „Að ljúga,“ svaraði Ásta Ragnheiður. „Já það var ekki ofmælt,“ svaraði Sigmundur þá að bragði og uppskar hlátur í salnum. Ásta Ragnheiður kynnti þvínæst næsta ræðumann, Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Framsóknarflokksins, til sögunnar sem hóf ræðu sína á að taka undir með formanni sínum.

„Viðurlegi forseti, í fyrsta lagi tek ég undir hvert orð sem háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði og líka orðið sem má ekki segja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert