Finnski diplómatinn Timo Summa hefur látið af störfum sem sendiherra ESB á Íslandi. Summa fór af landi brott á þriðjudaginn var en hann sest nú í helgan stein á eftirlaunum. Nokkur styr hefur staðið um umsvif Summa á Íslandi.
Fram kom á vef Evrópuvaktarinnar að staða Summa hefði verið auglýst síðasta sumar en hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í haust eiga von á að starfa fram á mitt þetta ár.
Summa hóf störf hér á landi 2009 eða í kjölfar þess að meirihluti þingmanna á Alþingi samþykkti að leggja fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu.