„Þetta var rosalegt í gær“

„Þetta er ekkert voðalega gott. Þetta var sérstaklega slæmt í gær en mér finnst það eiginlega skárra núna ef eitthvað er. Þetta er öðruvísi, vindurinn hefur snúið sér meira í austur. En þetta var rosalegt í gær,“ segir Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardranga í Landbroti, í samtali við mbl.is.

Mikið öskurok hefur gengið yfir Kirkjubæjarklaustur og nágrenni undanfarinn sólarhring eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Helgi tók í gær. Þar sést meðal annars hvernig askan hefur komist inn í Skaftaskála. „Þetta fer alls staðar inn,“ segir hann og bætir við að þetta minni menn óneitanlega á öskufokið vegna eldgossins í Grímsvötnum um árið.

„Þetta er bara aska held ég, ekkert annað. Úr Grímsvatnagosinu. Ef það væri snjór hérna þá væri þetta ekki svona. Þá myndi hann binda þetta niður. En mér finnst þetta vera heldur að skána. Það er enn töluvert mistur sem nær yfir Klaustur og Landbrot. En þetta virðist vera að snúa sér meira til austurs núna,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert