Vestmannaeyjar einangraðar

mbl.is/Sigurður Bogi

Tölu­vert hef­ur borist af til­kynn­ing­um til lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um í morg­un um fok á lausa­mun­um en bál­hvasst er í Eyj­um. Ekk­ert hef­ur verið flogið til Vest­manna­eyja frá því í fyrra­dag og Herjólf­ur hef­ur ekki siglt síðan í fyrra­dag. Eng­ar sam­göng­ur eru milli Eyja og lands ann­an dag­inn í röð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stofu Íslands eru 33 metr­ar á sek­úndu í Vest­manna­eyj­um og hef­ur vind­hraðinn farið í 42 metra í verstu hviðunum.

Kennsla fell­ur niður í grunn­skól­an­um í Vest­manna­eyj­um í dag líkt og í gær.

Kanna á með flug til Vest­manna­eyja klukk­an 11:15 og eins verður kannað með hvort Herjólf­ur get­ur siglt seinni ferðina klukk­an 13:00.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert