Enn hífandi rok í Eyjum

Enn er búið að gefa út stormviðvörun fyrir Suðurströndina.
Enn er búið að gefa út stormviðvörun fyrir Suðurströndina. mbl.is/Rax

Það er enn hífandi rok í Vestmannaeyjum. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar á Stórhöfða eru þar 30 metrar á sekúndu og slær í 40 metra í verstu hviðunum. Ekki hefur verið flogið né siglt til Eyja frá því á þriðjudag. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir Suðurströndina.

Ýmsar vörur eru að klárast í verslunum í Vestmannaeyjum líkt og fram kom á mbl.is í gær en þar vonast menn til þess að hægt verði að komast á milli lands og Eyja í dag og hefur verið ákveðið að Herjólfur sigli frá Vestmannaeyjum klukkan átta.

Ekkert hefur heldur verið flogið til Ísafjarðar og óvíst hvenær hægt verður að fljúga þangað. Samkvæmt vef Flugfélags Íslands er von á næstu upplýsingum um flug til Ísafjarðar klukkan átta.

Veðurspáin: Austan 10-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Slydda eða rigning S-til, einkum SA-lands, annars dálítil él. Hægari á morgun og léttir heldur til á N- og V-landi, en él á SA-verðu landinu. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig NA-lands.Austan 10-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Slydda eða rigning S-til, einkum SA-lands, annars dálítil él. Hægari á morgun og léttir heldur til á N- og V-landi, en él á SA-verðu landinu. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig NA-lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka